Húsgagnahöllin opnar á Akureyri

Húsgagnahöllin opnar verslun á Akureyri í maímánuði en skrifað hefur verið undir leigusamning um tæplega 1.400 fermetra verslunarhúsnæði að Dalsbraut 1 við Glerá á Akureyri. Í versluninni verða vörur frá Húsgagnahöllinni ásamt vörum frá verslununnum Dorma og Betra baki. Mun þetta skapar nokkur störf á Akureyri.