Það var blíðviðri og bjart veður á Siglufirði í dag og fjöldi húsbíla á tjaldsvæðinu við miðbæ Siglufjarðar. Þá voru nokkrir ferðamenn einnig í tjöldum á tjaldsvæðinu við Stóra-bola, innar í bænum. Nóg pláss er einnig á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði, en færri voru þar í dag.

Einstaklingar greiða 1400 kr. fyrir nóttina í Fjallabyggð og frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.  Greitt er sér fyrir rafmagn, þurrkara og þvottavél.