Hús rýmd í Varmahlíð vegna aurskriðu

Aurskriða féll á íbúðarhúsin nr.15 og 17 við Laugaveg í Varmahlíð í gær. Ákvörðun var tekin um rýmingu á húsum nr. 13 – 21 við Laugaveg, Laugahlíð og Úthlíð við sama veg auk húsa nr. 5 – 11 við Norðurbrún.
Ákveðið hefur verið að rýmingin standi að svo stöddu en ákvörðun um framhaldið liggur fyrir eftir fund almannavarnanefndar Skagafjarðar sem haldinn verður í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.
May be an image of útivist