Fyrirtækið Bolli og beddi ehf hefur lagt fram drög að þjónustusamningi vegna almenningsbókasafns í Ólafsfirði þar sem fram kemur m.a. að afgreiðslustöð fyrir bókasafnið í Ólafsfirði flytji úr núverandi húsnæði í nýtt húsnæði þar sem Bolli og beddi rekur gistiheimili og kaffihús. Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur lagt fram nýjar upplýsingar og útfærsluleiðir fyrir afgreiðslu bókasafnins að beiðni menningarnefndar.

Lagt er til að eldra húsnæði Bókasafns Ólafsfjarðar verði selt.

Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að gengið verði til samningagerðar við Bolla Bedda og þjónustusamningurinn verði útfærður í samráði við forstöðumann bókasafns. Ennfremur að kannað verði hvort þjónustusamningurinn standist innkaupareglur sveitarfélagsins.

Það er ósk nefndarmanna að starfsmaður bókasafnsins í Ólafsfirði haldi 50% stöðu sinni sem bókavörður.