Siglfirdingur.is greinir frá því að önnur hurðin á Siglufjarðarkirkju fauk upp í veðurofsanum í nótt og skekktist illa og þurftu björgunarsveitarmenn að koma sperrum fyrir og skrúfa þær fastar.
Nyrðri hurðarvængurinn á Siglufjarðarkirkju fauk upp í nótt og skekktist mjög, svo ekki var hægt að loka. Tvö steinkör voru þá sett fyrir og þau dugðu í hálftíma en urðu þá undan að láta. Upp úr því var kallað á björgunarsveitina. Ekki verður ráðist í viðgerð fyrr en á morgun.
Kirkjuskólinn sem vera átti í Siglufjarðarkirkju í morgun fellur niður sem og messan sem vera átti í kvöld.
Frá þessu er greint á Siglfirðingur.is
Heimild: www.siglfirdingur.is / Sigurður Ægisson