Húnavaka 2013

Húnavaka, menningarhátíð Austur-Húnvetninga, verður haldin helgina 19.-21. júlí næstkomandi. Húnvetningar hafa áratugum saman haldið Húnavöku en undanfarin ár hefur hún verið með breyttu sniði.  Hátíðin á sér fastan sess í hugum Húnvetninga og komu margir gestir úr nærliggjandi byggðum til að njóta hennar með heimamönnum.  Húnavakan lagðist þó af í um tíma en henni tókst að koma aftur á fyrir nokkrum árum síðan í nýjum búniningi.

Von er á glæsilegri dagskrá í ár og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Nánar um Húnavökuna á Facebooksíðunni.