Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt beiðni Helga Jóhannssonar um að láta framkvæma staðbundið hættumat vegna ofanflóða á svæði i sem er neðan og norðan við golfskálann í Skeggjabrekku í Ólafsfirði.
Hugmyndir eru uppi að byggja smáhýsi á svæðinu sem ætluð verða til útleigu fyrir ferðamenn.
Svæðið þarf þó fyrst að fara í gegnum deiliskipulagningu hjá Fjallabyggð ef áhættumat ofnaflóðadeildar Veðurstofu Íslands komi vel út.
Afar áhugavert verkefni ef af þessu verður í ferðaþjónustunni í Ólafsfirði.
