HSN boðar ekki börn í bólusetningu

Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun ekki boða 12-15 ára börn án undirliggjandi sjúkdóma í bólusetningu.
Foreldrar geta óskað eftir bólusetningu fyrir börn sín í gegnum heilsugæslustöðvarnar ef þau telja hana nauðsynlega en hún verður ekki framkvæmd fyrr en eftir sumarfrí, eftir miðjan ágúst.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HSN.is.