Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður 1.okt

Hrútadagurinn verður haldinn á Raufarhöfn 1.okt 2011.

Þar verða til sölu Norður-Þingeyskir hrútar,sumir með íblöndunarefnum frá sæðingastöðvunum.  Söluaðilar mæta með hrútana sína frá 13.00 og þá geta hugsanlegir kaupendur farið að skoða.

 

  • Uppboð verður kl.15.00 á þeim hrútum sem fleiri en einn hyggst kaupa.
  • Keppni í fjárdrætti.
  • Ingó og Veðurguðirnir  spila fyrir dansi, í félagsheimilinu Hnitbjörgum,um kvöldið.
  • Ljósmyndasýning í Gömlu Kaupfélagsbúðinni við höfnina.

Heimasíða hrútadagsins er: hrutadagurinn.wordpress.com