Hrossablót á Hótel Varmahlíð þann 15. október

Þann 15. október verður haldið stórskemmtilegt hrossablót á Hótel Varmahlíð í samvinnu við Sögusetur íslenska hestsins og Friðrik V. Karlsson. Þar er boðið upp á glæsilega margréttaða máltíð þar sem hrossaafurðir koma við sögu á hverjum diski.

Folaldasushi, grillaðar hrossalundir og kaplamjólkurís eru meðal þeirra rétta sem bornir hafa verið á borð við mikla ánægju gesta.  Á blótinu er einnig boðið upp á fjölbreytt andlegt fóður á þjóðlegu nótunum og kvöldið endar ævinlega með því að gestir syngja saman Skjónukvæði eftir Kristján Eldjárn.

Mikil aðsókn hefur verið á hrossablótin og færri komist að en vilja.