Hríseyjarprestakall mögulega lagt niður í sumar

Biskup Íslands hefur lagt til að Möðruvallaprestakall, Hríseyjarprestakall og Dalvíkurprestakall renni saman í eitt prestakall, þar sem starfi tveir prestar, annar búsettur á Dalvík og hinn á Möðruvöllum. Verði þetta að veruleika mun sameinað prestakall heita Dalvíkurprestakall og yrði þá Hríseyjarprestakall lagt niður 1. júlí 2014 um leið og nýtt prestakall tæki til starfa.

Málið mun verða tekið upp aftur á kirkjuþingi í mars næstkomandi og þar verður tekin lokaákvörðun um málið.

Hríseyjarkirkja

Ljósmynd: Hríseyjarkirkja: Magnús Rúnar Magnússon/ Héðinsfjörður.is