Hríseyjarhátíðin verður haldin um næstu helgi, dagana 12.-13. júlí. Boðið verður upp á óvissuferðir, ratleiki, pönnufótbolta, traktorsferðir, gömludansaball, varðeld og brekkusöng og kvöldvöku með Bjartmari Guðlaugssyni og ýmislegt fleira. Hríseyjarferjan Sævar fer aukaferð á miðnætti laugardaginn 13. júlí. Hátíðin er frábær fjölskylduhátíð sem allir ættu að heimasækja.
Dagskráin er þessi:
Föstudagur 12. júlí:
Kaffi í görðum kl. 15-18
Óvissuferð barna kl. 18:00
Óvissuferð með Hjálmari Erni kl. 22:00
Laugardagur 13. júlí:
Dagskrá hefst kl. 13:00
Kaffisala kvenfélagsins
Traktorsferðir um þorpið
Fjöruferð með trúðnum Skralla
Leikir og sprell í Íþróttamiðstöðinni
Gömludansaball
Hríseyjarmót í Pönnufótbolta
Binni D og Pétur Guð
Rapparinn Spiceman
Stúlli og Danni
Ratleikur
Hópakstur dráttarvéla
Kvöldvaka kl. 21:00
Bjartmar Guðlaugsson
Anton Líni
Varðeldur og brekkusöngur