Hríseyjarhátíðin hefst föstudaginn 7. júlí með því að nokkrir Hríseyingar og sumarhúsaeigendur bjóða heimafólki og gestum í kaffisopa í görðunum sínum. Upplagt er að rölta á milli garðanna og njóta gestrisni og samvista við skemmtilegt fólk í fallegu umhverfi. Einnig verða óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Aðaldagskráin er laugardaginn 8. júlí og er þá í boði dagskrá frá hádegi og fram á kvöld, sem felst í fjöruferð með Skralla trúð, dráttavélaferðum, litla kirkjutröppuhlaupið, kaffisala kvenfélagsins, vatnaboltar, leiktæki, Vandræðaskáld, Stulli og Danni og fleira.  Að venju endar hátíðin á kvöldvöku á sviðinu, varðeldi og brekkusöng. Hátíðin er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að taka ferjuna Sævar til Hríseyjar frá Árskógssandi