Hríseyjarhátíðin verður haldin helgina dagana 7.-10. júlí og eru viðburðir á dagskrá frá fimmtudeginum fram á sunnudagskvöld.
“Fastir liðir eins og venjulega” eru á sínum stað, Garðakaffið og óvissuferðir á föstudeginum, Hátíðarsvæðið á laugardeginum með kaffisölu kvenfélagsins, leiktæki fyrir börnin, skemmtun á sviðinu, ratleikur og hópakstur traktora.  Um kvöldið verður kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn.

Þá koma góðir gestir og má þar nefna Sigga Gunnars, Ívar Helgason, Bryndísi Ásmunds, Stulla og Danna og fleiri.