Hríseyjarhátíð aftur haldin
Hríseyjarhátíðin var haldin aftur í gær en henni var aflýst í fyrra vegna samkomutakmarkana vegna covid.
Listasmiðjur voru í Sæborg. Litla kirkjutröppuhlaupið var á sínum stað. Ýmsir markaðir og leiktæki á hátíðarsvæðinu. Málverkasýning var á Verbúðinni 66. Hópaakstur dráttar véla og krakkadiskó á hátíðarsvæðinu.
Kvöldið endaði með varðeld og brekkusöng, en björgunarsveitin hélt glæsilega flugeldasýningu til að slá botn í hátíðina.