Ákveðið hefur verið að Hríseyjarferjan fari í vélarskipti og upptekt á gírum vegna bilunar. Reiknað er með að viðgerðin taki að minnsta kosti fjórar vikur en hafist verður handa mánudaginn 17. október.

Konsúll frá Eldingu mun leysa ferjuna af þennan tíma.

Allir þungaflutningar til Hríseyjar þurfa því að fara með Sæfara.

Hríseyjarferjan er aðeins á annarri vélinni fram að viðgerð þar sem tengi milli gírs og vélar gaf sig í byrjun síðustu helgar.

Mynd: hedinsfjordur.is/ Magnús Rúnar Magnússon