Hríseyjarbúðin og Landsbankinn í samstarf

Enginn hraðbanki er lengur til staðar í Hrísey. Eigendur Hríseyjarbúðarinnar hafa nú greint frá því að samningar hafa tekist milli Landsbankans og Hríseyjarbúðarinnar um ákveðina þjónustu.

Mun þjónustan verða þannig að hægt verður að taka út reiðufé í Hríseyjarbúðinni með því að nota debet og kreditkort. Einnig verður hægt að koma með reikninga til greiðslu, sem sendir verða til Dalvíkur, eins og verið hefur.
Reiknað er með að þessi þjónusta hefjist um miðjan desember.

Hrísey