Hreystidagur í Grunnskóla Fjallabyggðar

Hinn árlegi Hreystidagur var haldinn í Grunnskóla Fjallabyggðar í dag.  Í þetta sinn var farið í ratleik um Siglufjörð og Ólafsfjörð í veðurblíðu. Nemendur fengu kort Siglufirði eða Ólafsfirði og áttu að finna ákveðna staði sem merktir voru á kortinu. Á hverri stoppistöð biðu þeirra mismunandi þrautir til að leysa úr. Fleiri myndir frá Grunnskóla Fjallabyggðar hér.


Myndir frá www.fjallaskolar.is