Hreystidagur hjá Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 21. febrúar var hreystidagur hjá eldri nemendum í Grunnskóla Fjallabyggðar og var hann tileinkaður útivist og skíðaiðkun. Hægt var að velja á milli þess að fara á skíði, bretti eða sleða á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, á gönguskíði við Hól eða í gönguferð eftir Ríplunum og alla leið upp í Skarð.Veðrið var gott og allir skemmtu sér vel. Flestir voru í Skarðinu og var þátttaka nemenda til fyrirmyndar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar. Myndir af þessu má sjá hér.