Hreyfidagur Menntaskólans á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir hreyfidegi föstudaginn 22. nóvember. Skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli og er nú búið að skipuleggja heilan dag með fjölbreyttum viðfangsefnum til að liðka líkaman og styrkja.

Skipulagðar hreyfistundir verða í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði frá kl. 8:30 til 15:45.

Boðið verður upp á sund, bandminton, knattspyrnu, blak, körfuknattleik, innibandý og vatnasport. Þá verður í lok dags hægt að fá mælingar á stökkkrafti og fleiru.