Hreinsunarvika á Akureyri

Akureyrarbær hefur hvatt bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi á vör.  Starfsmenn Akureyrarbæjar munu ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum en gámar verða staðsettir í hverfum bæjarins frá 11.-22. maí.

Staðsetning gámana verður á eftirtöldum stöðum:

  • Kaupangi
  • Hagkaup
  • Hrísalundi
  • Bónus við Kjarnagötu
  • Bónus Langholti
  • Bugðusíðu við leiksvæði
  • Aðalstræti sunnan Duggufjöru
  • Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð

Einnig er tekið við garðaúrgangi og fleira á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli.