Hreinsunarstarfi lokið í bili í Skarðsdal

Hreinsunarstarfi á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði er lokið í bili samkvæmt tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins. Fyrstu gámarnir eru komnir á sinn stað sem taka tímabundið við af sumarbústað og öðrum gámum sem skemmdust í flóðinu 20. janúar.  Skíðasvæðið verður aftur opnað 10. febrúar eða 11. febrúar ef veður leyfir. Þangað til verður göngubraut í Hólsdal tilbúin en hægt er að kaupa skíðagöngukort á Sigló hótel.

Myndir með frétt: Þórarinn Hannesson, birtar með góðfúsu leyfi.