Hreinsunarátak á Hofsósi í vor

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hyggst fara í hreinsunarátak á Hofsósi í vor.  Lögð verður áhersla á bifreiðar, lausamuni og annað sem skapar mengunarhættu, m.a. sjónmengun og líti á umhverfi.
Átakið verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar hefur fagnað framtakinu og hvatt íbúa að fara að huga að hreinsun hið fyrsta. Nefndin vill einnig að átakinu verði haldið áfram og framkvæmt á fleiri stöðum innan sveitarfélagsins.