Hreinsunarátak á Hofsósi í maí

Efnt verður til hreinsunarátaks á Hofsósi dagana 10. til 14. maí og mun Sveitarfélagið Skagafjörður og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra standa sameiginlega að átakinu.   Lögð verður áhersla á bifreiðar, lausamuni og annað sem skapar mengunarhættu, m.a. sjónmengun og líti á umhverfi.
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar hefur lagt áherslu á að farið verði í samskonar átak víðar í Sveitarfélaginu.