Hraðhleðslustöðvar á bílastæðalóð við Sigló hótel

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að úthluta bílastæðalóð við Snorragötu 4 á Siglufirði til Selvíkur ehf, fyrirtækis Róberts Guðfinnssonar. Lóðin stendur á móti Sigló hótel og er ráðgert að setja þar upp hraðhleðslustöðvar við væntanleg bílatæði. Fjallabyggð og Selvík munu ræða nánara samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðvanna.