Hraðbanki Arion banka í Ólafsfirði er kominn aftur í lag eftir nokkra vikna bilun. Ekki er búið að koma í veg fyrir að þetta geti gerst aftur, en hurðin að hraðbankanum verður ekki löguð fyrr en í janúar. Vonast er til að rýmið fyllist ekki af snjó og veðurágangur verði í lágmarki þar til viðgerð á rýminu verður lokið.