Laugardaginn 3. ágúst mun líkamsræktarstöðin World Class bjóða uppá tíma í HotYoga í heitasta neyðarrýminu í Vaðlaheiðargöngum. Tíminn hefst klukkan 10.15 og er skráning á heimasíðu World Class.
Magda ætlar að leiða hópinn í þessum sjóðheita tíma.
Áætlað er að leggja af stað frá Skólastíg á Akureyri með rútu klukkan 9.45 og fólk verður sótt aftur eftir tímann. Athugið að einungis þeir sem fara í rútuna geta komið í tímann. Muna að hafa með sér nóg að drekka.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri á hollri og góðri æfingu á mjög sérstökum stað.