Hótelinu á Deplum í Fljótum lokað

Lúxushótelinu Deplum í Fljótum hefur verið lokað vegna Covid. Stjórnendur hótelsins vona að það verði aðeins tímabundið og að staðan verði endurmetin eftir áramót og þegar kórónuveirutilfellum fækkar. Hótelið er í eigu Eleven Experience á Íslandi og er Haukur B. Sigmarsson framkvæmdastjóri.

Flestum starfsmönnum hefur verið sagt upp í tveimur uppsagnarhrinum á þessu ári tengdum covid, en aðeins eru 13 starfsmenn eftir á Deplum til að sinna viðhaldsverkum.

Ruv.is greindi fyrst frá þessu.