Hótel til sölu á Siglufirði

Hótel Siglunes við Lækjargötu 10 á Siglufirði er nú til sölu. Hótelið hefur 19 herbergi með fullbúinn veitingastað sem tekur 40-50 manns í sæti og bar sem tekur um 50 manns með útisvæði. Húsið er um 904 fm og byggt árið 1935. Frábært tækifæri á þessum magnaða ferðamannastað. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf sér um söluna.

Hótelið fær frábæra dóma á netmiðlum og ekki skemmir verðið fyrir.

Sumarverð Hótel Siglnes gilda frá 16. maí 2016 til 31. ágúst 2016:

  • Einstaklings herbergi, sameiginlegt bað. Verð: 11.900
  • Einstaklings herbergi með baði. Verð: 17.900
  • Hjónaherbergi eða tveggja manna herbergi, sameiginlegt bað. Verð: 15.900
  • Hjónaherbergi eða tveggja manna með baði. Verð: 19.900
  • Þriggja manna herbergi með baði. Verð: 22.900
  • Fjölskylduherbergi með baði. Verð: 26.900.-

2014-02-06-14.15.58