Hótel Sunna á Siglufirði verður að veruleika

Í vikunni var tekin fyrsta skóflustungan fyrir byggingu Hótel Sunnu sem rísa mun við smábátahöfnina á Siglufirði. Það var vel við hæfi að framkvæmdastjóri Rauðku tæki fyrstu skóflustunguna úr stórri gröfu enda verkið stórt í sniðum. Fyrirtækið á fyrir veitingahúsið Hannes Boy, Kaffi Rauðku og Bláa húsið, en þau setja nokkuð sterkan svip á bæinn með björtum litum húsanna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hótelið í notkun á árunum 2015 til 2016, en það mun verða 64 herbergja.

Fyrirtækið Bás hf mun á næstu vikum búa til uppfyllingu undir Hótel Sunnu.  Stórgrýti er tekið úr grjótnámu sem er út með firðinum og flutt niður að smábátahöfninni.

Fyrstu myndir af framkvæmdunum má sjá hér.