Hið margrómaða veitingahús á Hótel Siglunesi á Siglufirði hefur tilkynnt að nú hafi borist meiri liðsauki frá Marokkó. Nýr kokkur bætist við og verða því núna tveir framúrskarandi kokkar frá Marokkó sem sjá um matinn. Að auki hefur veitingastaðurinn svarað kallinu og verður framvegis opið alla daga á kvöldin og í hádeginu um helgar.
Nýi kokkurinn heitir Amina Saleh en hún mun starfa með meistarakokkinum Jaouad Hbib á Hótel Siglunesi og töfra fram eðalmat fyrir gesti og gangandi.
Fjölgar því bæjarbúum Fjallabyggðar um þrjá þar sem þessi nýja fjölskylda er nú komin.
Tryggið ykkur borð og gistingu á Hótel Siglunesi.