Eigendur Hótel Dalvíkur leita nú tilboða í eignina sem er við Skíðabraut 18 á Dalvík. Húsnæðið er 1314 m2 og var byggt árið 1973. Eignin var einnig auglýst til sölu reglulega á síðasta ári og var þá verðmiðinn 256 miljónir. Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef mbl.is.

Á hótelinu eru 24 herbergi með sérbaðherbergi og 4 herbergi með sameiginlegu baðherbergi.
Í anddyri eru setustofa, bar og skrifstofa. Stór matsalur sem er tilvalinn fyrir ráðstefnur og aðra viðburði.
Á fyrstu hæð eru 12 herbergi með tveimur rúmum og sérbaðherbergjum. Eins eru fjögur herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eldunaraðstöðu.
Á annari hæð eru 12 herbergi með tveimur rúmum og sérbaðherbergjum.
Eitt herbergi er án baðherbergis.
Tveir bústaðir fylgja eigninni, annar með tveimur herbergjum og baðherbergi, hitt er svíta með baðherbergi.