Hótel Brimnes vill breytingu á þjónustusamningi við Grunnskóla Fjallabyggðar

Eigendur Brimness Hótels hafa óskað eftir breytingu  á þjónustusamningi vegna skólamáltíða í Grunnskólanum Ólafsfirði. Fræðslunefnd Fjallabyggðar hafnaði beiðninni á þeim forsendum að um tveggja ára bindandi samning hafi verið að ræða.