Hótel Brimnes í Ólafsfirði hefur falið lögmannsstofunni Mandat að gæta hagsmuna sinna vegna deiliskipulags við Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði við Ólafsfjarðarvatn.

Brimnes hótel mótmælir deiliskipulaginu, framkvæmdum á lóð og boðar bótakröfu ef að framkvæmdum á lóðinni verði af hálfu Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur vísað erindi lögmannsstofunnar Mandat til umfjöllunar hjá tæknideild Fjallabyggðar. Að auki lýsir bæjarfélagið því yfir að ekki séu fyrirhugaðar framkvæmdir á umræddri lóð.

Ólafsfjörður
Ljósmynd: Ragnar Magnússon