Í ár eru 40 ár eru síðan hjúkrunarheimilið Hornbrekka í Ólafsfirði hóf starfsemi sína og verður haldið upp á afmælið í haust. Stjórn Hornbrekku fundaði í síðustu viku og tóku fyrir nokkur mál.  Forstjóri Hornbrekku lagði til að gerð yrði verðfyrirspurn í ræstingu á hjúkrunarheimilinu.

Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð

Markmið Fjallabyggðar eru að sveitarfélagið verði tilrauna og þróunar sveitarfélag á sviði þjónustu við eldra fólk og að unnið verði að fjölbreyttum verkefnum innan þeirra samninga sem gerðir verða við Sjúkratryggingar Íslands og eða aðra aðila. Í því fellst m.a. að innleiðing á fjölbreyttum tæknilausnum og notkun á velferðartækni í þjónustu við eldra fólk.

Framgangur verkefnisins hefur heilt yfir gengið vel sem snýr að áætlunar og skipulagsþáttum einstakra verkþátta. Mikilvægur áfangi náðist með samstarfsyfirlýsingu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Velferðarklasa Norðurlands (Veltek), sem verður væntanlega undirrituð 24. júní næstkomandi.

Stærsti áfanginn er án efa styrkveiting sem innviðaráðherra úthlutaði þann 20. apríl síðastliðinn, að upphæð kr. 37.675.000, til þriggja ára (2022 – 2024). Styrkurinn rennur til Fjallabyggðar gegnum Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE), með sérstökum samningi þar um. Auk þess hefur Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ), úthlutað verkefninu styrk að upphæð 600 þúsund króna á þessu ári.

Hornbrekka