Hörður Torfa á Ljóðasetrinu

 Hörður Torfa treður upp á Ljóðasetrinu föstudaginn 6. júlí

Sem fyrr eru lifandi viðburðir á Ljóðasetrinu á Siglufirði hvern dag kl. 16.00, þ.e. þegar einhverjir eru þar til að hlýða á, og er leitast við að fá skáld landsins og jafnvel tónlistarmenn til að koma fram. Næsta föstudag erum við svo heppin að Hörður Torfason ætlar að mæta með gítarinn og leika nokkur lög fyrir gesti setursins. En um kvöldið verður hann með tónleika á Siglufirði og eru þeir liður í Þjóðlagahátíðinni. Það er því um að gera að fjölmenna í setrið og eiga góða stund undir ljúfum tónum frá söngvaskáldinu Herði.