Hopp og Kaffi Klara í samstarf með rafhlaupahjól

Fyrirtækið Hopp Mobility ehf. hyggst bjóða uppá leigu fyrir rafhlaupahjól í Fjallabyggð í samstarfi við Kaffi Klöru ehf. í Ólafsfirði um rekstur stöðvalausrar deilihlaupahjólaleigu. Fyrirtækið hyggst koma með um 25 hjól til Fjallabyggðar í tilraunaskyni. Fyrirtækið er nýlega komið með hjól til Akureyrar og víðar á landsbyggðinni.

Fjallabyggð hefur tekið vel í verkefnið en hyggst ekki gera þjónustusamning eða vera með í rekstri á þessum hjólum.