Hópferðabílar Akureyrar sjái um akstur skólakrakka í Fjallabyggð

Fjallabyggð stóð fyrir á dögunum útboði vegna skóla og frístundaaksturs nemenda í Fjallabyggð og bárst tvö tilboð vegna þessa.
Tilboð frá Suðurleiðum ehf.  var uppá 7.152 kr.pr. ferð  og frá Hópferðabílum Akureyrar 5.100 kr.pr. ferð.  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt til að tilboði Hópferðabíla Akureyrar verði tekið og mun bæjarstjóri Fjallabyggðar ganga frá samningi við þá.

Hópferðabílar Akureyrar sjá nú þegar um áætlunarakstur Strætó á leiðinni:  Siglufjörður – Ólafsfjörður – Dalvík – Akureyri og víðar á norðausturlandi. Fyrirtækið var stofnað í lokárs 2008.