Sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls hefur óskað er eftir því að Fjallabyggð fjármagni hönnunarkostnað á nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði en áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er um 4,5 milljónir króna.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt þátttöku í hönnunarkostnaði að hámarki 3 milljónir króna.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar og sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls mun einnig kanna með stuðning frá kirkjugarðasjóði þannig að hægt sé að hanna svæðið.
