Hollvinafélag Kvíabekkjarkirkju var stofnað til að endurgera Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði. Hollvinafélagið vill varðveita menningararf Fjallabyggðar og sögu, með því að setja upp skilti og upplýsa almenning sem kemur á Kvíabekk um þá arfleið sem var þar til staðar, skiltin verða þrjú. Saga Kvíabekkjar, Kvíabekkjarkirkju og Spítalahóls.

Fjallabyggð hefur styrkt verkefnið með 175.000 kr. Styrkurinn verður notaður til að setja upp þrjú upplýsingarskilti við
Kvíabekkjarkirkju og efla með því menningartengda ferðaþjónustu í Ólafsfirði.