Höllin veitingahús á Ólafsfirði ákvað að opna staðinn kl. 18:00 í kvöld þar sem veðurfar í Ólafsfirði er orðið bærilegt aftur. Vindur í Ólafsfirði var kl. 18:00 aðeins 8 m/s en hviður mest 24 m/s. Hiti er um 3 stig og úrkoma um 4 mm á klukkustund.

Það er því tilvalið fyrir þá sem vilja borða út eða taka mat með heim að heimsækja Höllina í Ólafsfirði.