Hólahátið og Barokkhátíð

Hólahátið og Barokkhátíð ætla að stilla saman strengi sína í ár. Þess verður minnst að 350 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu Passíusálmanna á Hólum árið 1666. Forsetí Íslands verður ræðumaður í Hátíðarsamkomu á sunnudeginum.

Hátíðin hefst kl. 20:00 föstudagskvöldið 12. ágúst með barokktónleikum í Hóladómkirkju.

Laugardagurinn 13. ágúst:

Pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum.
Lagt verður af stað frá Gröf kl. 10:00 f.h. Lesnir verða passíusálmar á leiðinni.

Sunnudagurinn 14.00 ágúst:

Hátíðamessa kl. 14:00. Barokkhljómsveit leikur.
Hildur Eir Bolldóttir prestur í Akureyrarkirkju prédikar.
Veislukaffi í Hólaskóla eftir messu.
Kl. 16:30 Hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju. Barokksveit Hólastiftis leikur.
Ræðumaður Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.