Hólahátíð í Hjaltadal og pílagrímsganga

Hólahátíð hefst í dag með Pílagrímsgöngu frá Gröf í Höfðaströnd heim að Hólum. Í kvöld verður flutt erindi í Auðunnarstofu í tilefni 50 ára afmælis Hólafélagsins. Fjölbreytt dagskrá verður á laugardag og sunnudag.

Föstudagur 15. ágúst:

 • Kl. 10.00 Pílagrímaganga frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum.
 • Lagt af stað frá Gröf kl. 10:00 f.h. Helgistund í Hóladómkirkju að göngu lokinni.
 • Kl. 20.00 Erindi flutt í tilefni af 50 ára afmæli Hólafélagsins í Auðunarstofu.
 • Sr. Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ flytur erindið.

 

Laugardagur 16. ágúst:

 • Kl. 10:00  Ratleikur Barnaljóð Hallgríms Péturssonar lögð í Geo kassana á Hólum.
 • Kl. 11:00 Steinunn Jóhannesdóttir flytur erindi í Hóladómkirkju: Hinn ungi Hallgrímur horfir á Hólabríkina
 • Kl. 11:00-16:00 Börnum boðið að fara á hestbak eins og Hallgrímur litli gerði fyrir 400 árum.
 • Kl. 11:00-16:00 Veiði í tjörnunum
 • Kl. 12:00 Hádegisverður Undir Byrðunni
 • Kl. 13:30 Stopp leikhópurinn verður með leiklestur um Hallgrím Pétursson
 • Kl. 15:00-16:00 Kaffihús Undir Byrðunni
 • Kl. 16:00 Útitónleikar við Auðunarstofu. 
 • Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright.
 • Kl. 19.00 Grill – Undir Byrðunni

 

Sunnudagur 17. ágúst

 • Kl. 14:00 Messa í Hóladómkirkju
 • Sr. Davíð Baldursson predikar
 • Margrét Hannesdóttir syngur einsöng
 • Kirkjukór Hóladómkirkju leiðir sálmasöng.
 • Organisti Jóhann Bjarnason
 • Kl. 15:00 Kaffi í Hólaskóla
 • Kl. 16:30 Samkoma í Hóladómkirkju
 • Skagfirski Kammerkórinn syngur Hallgrímsljóð
 • Ræðumaður Ásdís Sigurjónsdóttir Syðra-Skörðugili

Hóladómkirkja