Hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra gekk nóttin almennt ágætlega fyrir sig, margt fólk var á ferðinni og á skemmtanalífinu.
Á þriðja tímanum í nótt kom upp hnífstungumál í miðbæ Akureyrar. Einn aðili var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri og er hann ekki talin í lífshættu.
Þá eru aðilar í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins.
Þetta kom fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.