Hlýindi á Siglufirði í nótt og morgun

Í veðurathugun á Siglufirði í nótt mátti sjá að hitinn féll ekki líkt og síðustu nætur heldur hélst hann stöðugur og hlýnaði þegar leið á nóttina. Kaldast var á miðnætti þá var hitinn 7,6 ° en klukkan 09 í morgun var hitinn rokinn í 15,3 ° og rakastig aðeins 32 % og björt spáin í dag. Þá var einnig hlýtt í nótt í Héðinsfirði en hitinn var lægstur þar kl. 02 í nótt, 8,1 ° en var í morgun kl. 09 kominn í 14,2 °. Sama sagan var í Ólafsfirði, tjaldbúum þar hefur ekki verið kalt, lægst fór hitinn í 8,1 ° kl. 02 í nótt og var hitinn kominn í 13,4 kl. 09 í morgun.