Föstudaginn 11. júlí kl. 16 kemur heil hljómsveit í heimsókn á Ljóðasetrið á Siglufirði. Hljómsveitin The Saints of Boggie Street sem hefur sérhæft sig í að flytja lög tónlistarmannsins og ljóðskáldsins Leonard Cohen. Hljómsveitin mun leika nokkur lög órafmagnað á Ljóðasetrinu og um kvöldið heldur hún tónleika á Kaffi Rauðku á Siglufirði.