Hljómsveitin Nýdönsk á Siglufirði í mars
Hljómsveitin Nýdönsk mun halda tónleika á Siglufirði þann 7. mars næstkomandi á Kaffi Rauðku. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 en húsið opnar klukkan 20:30. Miðaverð er aðeins 3000 kr og hefst forsala þann 24. febrúar á Kaffi Rauðku.
Nýdönsk hefur komið víða við á löngum og farsælum ferli og má búast við frábærum tónleikum á Siglufirði. Hljómsveitin er skipuð þeim Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Daníel Ágúst Haraldssyni, Jóni Ólafssyni, Ólafi Hólm og Stefáni Hjörleifssyni.