Hljómsveitin Dikta spilar á Kaffi Rauðku í kvöld

Hljómsveitin Dikta heimsækir Siglufjörð í kvöld. Tónleikar verða á Kaffi Rauðku kl. 22. Miðaverð er 2000 kr. Hljómsveitin hélt útgáfutónleika á fimmtudaginn s.l. á Nasa vegna nýju plötunnar “Trust me”, en það var fjórða breiðskífa þeirra. Í gær voru þeir svo á Akureyri á Græna hattinum.
Heimasíða Diktu er www.dikta.is