Hlíð heilsurækt lokar tímabundið

Heilsuræktin Hlíð í Ólafsfirði hefur tilkynnt að stöðin muni loka tímabundið meðan Covid ástandið er í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stöðinni í dag. Heilsuræktin mun taka stöðuna eftir næstu helgi.

Heilsuræktin Hlíð hefur slegið í gegn frá því hún opnaði og hafa margir nýtt sér tímana og tekið vel á því undanfarna mánuði.

May be an image of innanhúss