Hlíð Heilsurækt er nýtt fyrirtæki í Fjallabyggð sem var stofnað í apríl á þessu ári. Fyrirtækið er staðsett í Hlíð í Ólafsfirði, en það er staður og nafn sem margir þekkja. Tveir menntaðir ÍAK einkaþjálfarar starfa við fyrirtækið en hugmyndin að heilsuræktinni fæddist fyrir þremur árum einn af stofnendunum ætluðu að opna stöð en enduðu á að vera meðstofnendur á crossfit stöð sem opnaði á Dalvík fyrir nokkrum árum og starfar enn.
Stofnendur Hlíð Heilsuræktar sáu mikil tækifæri þegar þau fréttu að húsnæðið Hlíð í Ólafsfirði væri að fara á sölu. Eftir að þau náðu samningum um húsnæðið var farið á fullt að gera húsnæðið tilbúið fyrir heilsurækt.
Eigendur Hlíðar Heilsuræktar finna fyrir góðum undirtektum þessar fyrstu vikur eftir opnun og að mikil þörf fyrir svona stöð sé í Fjallabyggð.
Í byrjun var farið af stað með stundatöflu sem voru 12 tímar á viku með fjölbreyttum tímum og æfingum fyrir alla. Æfingatímarnir fóru af stað í byrjun maí, en þeir hétu: Morgunrækt, Hádegisþrek, Byrjendatími, Unglingatími 45+ tími og WOD. Þá er hægt að fá sumarkort fyrir 25.000 kr.
Óskum eigendum til hamingju með þetta frábæra framtak og vonum að fyrirtækið haldi áfram að blómstra inn í framtíðina.